Fjögurra ára skoðun

Markmið: 

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 4 ára aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

 

Fyrirkomulag:

Hjúkrunarfræðingur. Áætlaður tími í skoðun er 60 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Bólusetning

    E. Sjónpróf

    F. Skráning

 

Árangursviðmið:

  • >90% 4 ára barna með heimilistannlækni
  • PEDS lagt fyrir 90% foreldra 4 ára barna
  • Brigance þroskaskimun lögð fyrir 90% 4 ára barna

Hafa í huga

Eru einhver vandamál sem þarf að fylgja eftir? 

Er barn fullbólusett?

Yfirfarið sjúkragögn og hugið að rauðum flöggum sem þarf að fylgja eftir áður en barn hættir í ung- og smábarnavernd.

Er barnið með skráðan heimilislækni í Sögu?

Vísið foreldrum sem ekki hafa farið með barnið í tannskoðun til heimilistannlæknis.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

Áhersla er lögð á:

  • Næringu
  • Lýsi
  • Þroska, hreyfingu og málörvun barns
  • Uppeldi, hegðun og aga, sjónvarpsáhorf
  • Fræðsluefnið „Líkaminn minn fyrir 0-6 ára“ Bókin er einn liður í forvörnum og fræðslu Barnaheilla um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. 
  • Tannhirðu barns
  • Slysavarnir

Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum með PEDS og Brigance þroskaskimun

  • Áður en foreldrar fá PEDS-matsblað foreldra í hendurnar skal greina þeim frá því að athugun á hegðun og þroska sé mikilvægur þáttur í veittri þjónustu á heilsugæslustöðvum. Spyrja þarf hvort foreldrar vilji fylla blaðið út sjálfir eða hvort þeir vilji að einhver fari með þeim í gegnum spurningarnar.
  • Fylgið leiðbeiningum á PEDS túlkunarblaði og notið notið klínískt mat við túlkun niðurstaðna. Hafið í huga fyrri áhyggjur og leitið eftir upplýsingum frá leikskóla ef ástæða er til.
  • Brigance þroskaskimun fyrir 4 ára börn. Leggið Skemmri skimun fyrir barnið, skoðið útkomu og fylgið ráðleggingum.  
  • Ef frávik greinast er mikilvægt að bregðast við og/eða vísa í viðeigandi úrræði.

Mæla þyngd og lengd.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.

Tilvísun til tannlæknis ef barn er ekki með skráðan heimilistannlækni. 

Sjónpróf gert og athugað hvort eðlileg samsjón sé til staðar.

4 ára börn eiga að sjá 0,8 (6/7,5) með hvoru auga um sig. Ef barn nær ekki þessari sjón eða ef munar meira en einni línu á sjón hægra og vinstra auga þarf að vísa því til augnlæknis.

Senda þarf öll börn til augnlæknis sem ekki hafa eðlilega samsjón.