Kennslustjóri framhaldsnáms í heimilislækningum

Mynd af frétt Kennslustjóri framhaldsnáms í heimilislækningum
08.02.2017

Elínborg Bárðardóttir heimilislæknir í Heilsugæslunni Miðbæ, hefur tekið að sér stöðu kennslustjóra framhaldsnáms í heimilislækningum fram á haust en þá verður staðan auglýst á ný. 

Sigríður Ýr Jensdóttir heimilislæknir í Heilsugæslunni Miðbæ, hefur á sömu forsendum tekið að sér að vera aðstoðarkennslustjóri framhaldsnámsins  og mun hún einnig vera kennslustjóri kandídatsársins.

Þær hafa nú þegar hafið störf og hlakka til samstarfsins við námslækna, kandidata, mentora og alla sem að kennslunni koma.

Staða kennslustjóra í framhaldsnáms í heimilislækningum var auglýst í desember síðastliðnum. Ein umsókn barst sem var dregin til baka.