Um barnshafandi konur og andlega vanlíðan á meðgöngu

Haldin eru námskeið fyrir fagfólk sem vinnur með barnshafandi konur um hvernig skima á fyrir andlegri vanlíðan á meðgöngu.

 

Heimilisofbeldi

Reglulega eru haldin námskeið fyrir fagfólk á heilsugæslum og spítölum í samvinnu við ljósmóður á LSH um heimilisofbeldi og hvernig eigi að bregðast við. 

  

Heilbrigðisþarfir, áskoranir og áhættur meðal umsækjanda um alþjóðlega vernd

Ástþóra fer á allar heilsugæslustöðvar höfuðborgarinnar með þennan fyrirlestur og hvetur alla að láta vita hvenær henti að hún komi. Hún fer einnig með þennan fyrirlestur út á land þar sem það er óskað. Fyrirlestrarnir eru fyrir allt fagfólk sem vinnur með flóttamenn. 

 

Ástþóra leggur mikla áherslu á að námskeiðin sem hún heldur eru öllum opin og hún er alveg til í að koma út á land sé þess óskað.

Athugið: Námskeiðin eru haldin stöðvunum að kostnaðarlausu.

Ástþóra Kristinsdóttir vinnur í ýmsum starfshópum með Landlæknisembættinu meðal annars.

Hún vinnur í ýmsum nefndum, eins og nefnd um mótun stefnu í forvarnar- og fræðslumálum á vegum Forsætisráðuneytisins um kynferðislega áreitni barna og ungmenna.

Tekur þátt í vinnu að gerð verklagsreglna um heimilisofbeldi og er í ýmsum nendum sem fjalla um heimilisofbeldi á einhvern hátt.

Hún kemur að kennslu ljósmæðranema og hjúkrunarnemum í sérfræðinámi og starfar auk þess sem ljósmóðir í meðgönguvernd í Glæsibæ.

Ástþóra Kristinsdóttir, sérfræðiljósmóðir og hjúkrunarfræðingur