Agnes Agnarsdóttir
Fagstjóri sálfræðiþjónustu

Hlutverk sálfræðiþjónustu ÞÍH er að efla geðheilsu einstaklinga, vera leiðandi og samræma sálfræðiþjónustu í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.  

Markmiðið er að aðgengi að gagnreyndri sálfræðiþjónustu sé fyrir alla á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu um allt land.  

Sálfræðiþjónusta í almennri heilsugæslu hefur það að markmiði að almenningur geti fengið samþætta þjónustu í þverfaglegum teymum í sínu nærumhverfi.

Sálfræðingar í heilsugæslu sinna öllum aldurshópum og eru í samstarfi við annað fagfólk eins og lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og hreyfistjóra.

Þjónustan felur í sér greiningu eða mat á vanda og gagnreynda meðferð við algengustu geðröskunum, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreitu.  

Veraldarvefurinn er uppspretta upplýsinga fyrir alla aldurshópa. Því er mikilvægt að fagfólk í heilsugæslu vísi á áreiðanlegar upplýsingar á vefnum, svo sem á Heilsuveru.